PoxClin fyrir börn með hlaupabólu
19305580
Product information
Short description
PoxClin CoolMousse er kælandi líkamsfroða sem dregur úr óþægindum af völdum hlaupabólu. Má einnig nota til að minnka óþægindi sem stafa af útbrotum, skordýrabitum og ofnæmi.
- Dregur samstundir úr kláða, sviða og ertingu í húðinni.
- Kælir, róar og veldur vellíðunartilfinningu í húðinni.
- Styður við náttúrulegan sáragróanda húðarinnar.
- Hjálpar að koma í veg fyrir að börn klóri sér og valdi skemmdum á húðinni.
- Inniheldur eingöngu náttúruleg innihaldsefni.
- Fyrir börn frá 0 ára aldri.
Lagerstaða
Auka upplýsingar
Description
Notkunarleiðbeiningar:Berist mjúklega á húð minnst þrisvar á dag eða eftir þörfum við óþægindum í húð. Einungis til útvortis notkunar. Má nota á skaddaða húð. Geymist í ísskáp til að auka kæliáhrif!
Lækningatæki í flokki IIa.
Innihaldslýsing: vatn, útdráttur úr Aloe Barbadensis, galaktóarabínan, fjölliða úr glúkúrónsýru*, betaín, laureth-9, PEG-40 hert laxerolía, glýserín, natríum coco-glúkósíði, tartarat, pólýglýserýl-10 laurat, fenoxýetanól, etýlhexýlglýcerín, pantenól, allantóín, sítrónusýra, natríum hýdroxíð. *2QR
Hlaupabóla er sjúkdómur sem orsakast af veirunni Varicella-Zoster. Sjúkdómurinn varir í um 7-10 daga hjá börnum og lengur hjá fullorðnum.
Yfirleitt er sjúkdómurinn vægur og einkennist af útbrotum, einkum á bol og í andliti. Oft verður vart við slappleika og vægan hita í 1-2 daga áður en útbrot koma fram. Hitinn varir áfram í 2-3 daga samhliða útbrotunum. Útbrotin byrja sem litlar rauðar bólur sem verða að vessafylltum blöðrum. Önnur einkenni eru höfuðverkur, lystarleysi og særindi í hálsi.
Útbrotunum fylgir oft mikill kláði og hætta er á að bakteríusýking berist í þau.
Hlaupabóla er mjög smitandi sjúkdómur.