Um okkur
Upplýsingar
Hlekkir
Verslun/Vítamín og bætiefni/
Better You Multivit junior 25ml

Better You Multivit junior 25ml

16000202

Product information


Short description

Fjölvítamín munnúði fyrir börnin með súkkulaði- og sykurpúðabragði Better You hefur tekið höndum saman við ævintýrið Roald Dahl Story til að færa börnum einstakt einstakt úrval af vítamín- og steinefna blöndum.

Auka upplýsingar

Description

Better You hefur tekið höndum saman við ævintýrið Roald Dahl Story til að færa börnum einstakt einstakt úrval af vítamín- og steinefna blöndum. Fjölvítamín fyrir börn frá Better You inniheldur öll helstu vítamín og steinefni sem þörf er á fyrir börn

Daglegur skammtur af fjölvítamíninu á að tryggja að líkaminn fái öll þau næringarefni sem á þarf að halda

Með munnúðanum fá börn 14 nauðsynleg næringarefni beint inn í blóðrásina en upptaka gegnum slímhúð í munni tryggir hámarksupptöku. Fjölvítamínið er sérstaklega hannað með börn í huga sem ekki fá næga næringu úr öllum fæðuflokkum vegna matvendni, óþols eða slíkum kvillum, ásamt þeirra sem neyta einhvers magns af unni matvöru en hún er afar snauð af nauðsynlegum næringarefnum. - Fyrir 1 árs og eldri - Hentar grænmetisætum - Súkkulaði- og sykurpúðabragð - Umbúðir gerðar úr endurunnu plasti úr sjónum Þessi blanda 14 nauðsynlegra næringarefna styður við líkamsstarfsemina á ýmsan máta: A vítamín: Stuðlar að viðhaldi eðlilegrar sjónar og húðar. D- vítamín: Er nauðsynlegt fyrir tennur og bein og mikilvægt fyrir eðlilega starfsemi ónæmiskerfisins. C vítamín: Stuðlar að eðlilegri starfsemi ónæmis- og taugakerfis og dregur úr þreytu og lúa. K vítamín: Stuðlar að eðlilegri blóðstorknun og eðlilegu viðhaldi beina. B vítamín: B vítamínin saman eru nauðsynleg fyrir eðlileg orkugæf efnaskipti, einbeitingu og til að draga úr þreytu og lúa. Fólínsýra: Stuðlar að því að draga úr þreytu og lúa. Að lokum eru tvö nauðsynleg steinefni, joð og selen

Joð er mikilvægt fyrir eðlilega vitsmunastarfsemi og eðlilega starfsemi taugakerfisins og selen stuðlar að eðlilegu viðhaldi hárs og nagla. Notkun: 4 úðar á dag. Ekki skal neyta meira en ráðlagður dagskammtur segir til um. Lyfjaval mælir með að neytendur leiti álits læknis eða annars fagfólks áður en þeir ákveða inntöku á vítamínum eða fæðubótarefnum

Sérstaklega á þetta við um barnshafandi konur, konur sem eru með barn á brjósti, fólk sem er að glíma við sjúkdóma, tekur lyf að staðaldri eða hefur undirliggjandi sjúkdóma. Vítamín eru ekki ætluð til þess að lækna sjúkdóma eða koma í veg fyrir þá og fæðubótarefni eiga ekki að koma í stað hollrar og fjölbreyttrar fæðu

Geymist þar sem börn hvorki sjá né ná til.