Jafnlaunastefna Lyfjavals
Allt starfsfólk Lyfjavals skal njóta jafnra launa og kjara fyrir sömu eða jafnverðmæt störf óháð kyni, uppruna eða öðrum ómálefnalegum þáttum í samræmi við lög þar um. Lyfjaval starfrækir jafnlaunakerfi í samræmi við kröfur jafnlaunastaðalsins ÍST 85 og nær umfang þess utan um laun allra starfsmanna fyrirtækisins og allra launaliða sem mynda stofn til heildarlauna, aðra umbunarþætti og fríðindi sem meta má til launa.
Til að framfylgja stefnunni skuldbindur Lyfjaval sig til að:
· Staðfesta og viðhalda jafnlaunakerfi í samræmi við kröfur jafnlaunastaðalsins ÍST 85
· Framkvæma innri úttektir árlega
· Halda árlega rýnifundi stjórnenda
· Framkvæma launagreiningu í fyrirtækinu með reglulegu millibili og kynna starfsfólki niðurstöður
· Fylgja viðeigand i lögum, reglum og kjarasamningum sem í gildi eru á hverjum tíma
· Vinna að stöðugum umbótum í samræmi við kröfur jafnlaunakerfis og bregðast við frábrigðum þegar þau koma upp
· Kynna jafnlaunastefnu þessa fyrir öllu starfsfólki
· Birta stefnuna á heimasíðu fyrirtækisins
Tekið fyrir og samþykkt af framkvæmdastjóra, 27. september 2023