Beint í efni

Skilmálar Lyfjaval

Meginupplýsingar

Á vefsvæðinu lyfjaval.is er hægt að kaupa vöru eða þjónustu. Eigandi er Lyfjaval ehf, kt. 580713-1140, Álfheimum 74, 104 Reykjavík. 

Þessir skilmálar eru hugsaðir til útskýringar á réttindum og skyldum Lyfjavals og kaupanda og samþykkir kaupandi skilmálana við lok hverrar afgreiðslu. Lyfjaval heitir öllum viðskiptvinum sínum fullum trúnaði, fullkomnu öryggi við verslun á netinu. 

1. Skilgreiningar

Seljandi er Lyfjaval ehf., kt. 580713-1140. Kaupandi er sá sem skráður er sem kaupandi á reikningi. Sá verður að vera orðinn 18 ára.

2. Skilaréttur

Lyfjaval skuldbindur sig til að afhenda kaupanda vöru eða þjónustu fyrir kaupum í samræmi við skilmála þessa og gildandi rétt.

Almennur skilafrestur á vörum er 30 dagar. Ef 30 dagar eru liðnir frá kaupum á vöru er ekki boðið upp á endurgreiðslu eða vöruskipti.

Ekki er tekið við vörum ef búið er að rjúfa umbúðir og ef þær eru ekki í sama ásigkomulagi og þær voru við afhendingu. Lyfjum er almennt ekki hægt að skila og þau fást ekki endurgreidd nema ef Lyfjaval hefur gert mistök við afgreiðslu. Að öðru leyti gilda lög og reglur um afgreiðslu og afhendingu lyfja.

Ef til endurgreiðslu kemur innan 30 daga frá kaupum, mun Lyfjaval endurgreiða vöruna á sama hátt og greitt var fyrir hana, með bakfærslu á kreditkorti eða innleggi á bankareikning ef um staðgreiðslu var að ræða.

Kostnaður við endursendingu er á ábyrgð kaupanda. Ef vara reynist gölluð eða vegna rangrar afgreiðslu greiðir Lyfjaval fyrir endursendingu.

3. Sendingarkostnaður

Kostnaður við að senda vöruna leggst ofan á kaupverðið áður en gengið er frá greiðslu og ræðst hann af eðli og umfangi viðskipta.
Hér má má sjá nánari upplýsingar um sendingarkostnað.

Heimsending með Heimkaup kostar almennt 1.490 kr. á höfuðborgarsvæðinu. Ef keypt er fyrir meira en 9.900 kr. eða ef tveir lyfseðlar eru pantaðir fellur sendingargjald niður.

4. Sendingar með Póstinum

Pakki heim: 1.390 kr.
Pakki á pósthús eða í Póstbox: 990 kr.
Ef verslað er fyrir meira en 9.900 kr. eða ef tveir lyfseðlar eru pantaðir fellur sendingargjald niður.

5. Afhendingartími

Sjá nánar um afhendingartíma hér.

Sendingar með Póstinum:

  • Afgreiðslutími pantana er 1 - 2 virkir dagar en getur verið breytilegt eftir þjónustu Póstsins. 

6. Sótt í apótek

Við mælum með því að fólk panti og sæki svo til okkar þar sem við erum víða á höfuðborgarsvæðinu og í Reykjanesbæ. 
Opnunartíma má sjá hér.

Pantanir eru afgreiddar á opnunartíma apótekanna og því hægt að sækja á Vesturlandsveg til kl. 22 og Hæðasmára allan sólarhringinn. Pöntun þarf að berast í tæka tíð fyrir lokun.

7. Verð og verðbreytingar

Verð er gefið upp í íslenskum krónum með virðisaukaskatti og birt með fyrirvara um innsláttarvillur. Lyfjaval áskilur sér rétt til að ljúka ekki viðskiptum hafi rangt verð verið gefið upp. Verðbreytingar geta orðið fyrirvaralaust t.d. vegna rangra upplýsinga eða villu í skráningu. Verðbreytingar sem gerðar eru eftir að pöntun er staðfest eru ekki afturvirkar nema í ljós komi að um innsláttarvillu eða ranga skráningu hafi verið að ræða.

Ef vara sem pöntuð hefur verið reynist ekki til þar sem sækja á vöruna munum við upplýsa um það og hvetja til þess að hann sæki í annað apótek eða fái heimsent með Heimkaup. Ef pöntuð vara verður ekki til á lager á næstunni (innan 30 daga) mun Lyfjaval endurgreiða viðskiptavini pöntunina að fullu hafi greiðsla þegar farið fram.

8. Persónuvernd og öryggi

Lyfjaval meðhöndlar allar upplýsingar sem trúnaðarmál og eru þær eingöngu nýttar vegna þeirra viðskipta sem þeirra er aflað fyrir. Að öðru leyti vísast til upplýsinga um meðferð persónuupplýsinga og persónuvernd á heimasíðu Lyfjavals.

9. Öll helstu greiðslukort

Lyfjaval tryggir greiðsluöryggi eins og frekast er kostur á hverjum tíma. 

Í netverslun Lyfjavals er boðið upp á að greiða með öllum helstu kredit- og debetkortum. 

10. Varnarþing

Þessir skilmálar samræmast íslenskum lögum. Rísi mál vegna þeirra skal það rekið fyrir íslenskum dómstólum.

Annað

Lyfjaval kann að vilja senda viðskiptavinum sínum tilboð eða upplýsingar í tölvupósti.

11. Lyfjaval

Lyfjaval ehf
Álfheimum 74
104 Reykjavík

Sími:  517-5500
Netfang:  lyfjaval@lyfjaval.is
VSK nr: 115620
Kt: 580713-1140