Beint í efni
Mínar síður

Verslun/Snyrtivara/Hársnyrtivörur/
Elimax Shampoo 100ml





Elimax Shampoo 100ml

10005837

Product information


Short description

Elimax sjampó er fljótverkandi lúsasjampó sem drepur höfuðlús og nit, auk þess að vernda gegn endursmiti með því að halda nýrri höfuðlús frá hárinu. Virkar á aðeins 5 mínútum. Engin þörf á að hafa sjampóið lengur í hárinu en leiðbeiningar segja til um.
Elimax sjampóið er sílikon frítt sem gerir það að verkum að auðvelt er að skola það úr hárinu, einnig hreinsar það hárið og gerir það mjúkt og glasandi.

 

Elimax lúsasjampó:

  • Drepur höfuðlús og nit ásamt því að halda nýrri höfuðlús frá hári
  • 100% áhrifaríkt
  • Virkar á aðeins 5 mínútum
  • Fyrir fullorðna og börn frá 12 mánaða aldri
  • Án Sílíkons: auðvelt að skola úr hári
  • Án skordýraeiturs
  • Auðvelt að dreifa í hárið
  • Má einnig nota sem fyrirbyggjandi meðferð
  • Lækningatæki - virkni sönnuð með klínískum prófunum

Lagerstaða

Lagerstaða
Glæsibær: Til á lager
Vesturlandsvegur: Til á lager
Urðarhvarf: Til á lager
Suðurfell: Fá eintök
Hæðasmári (Vefverslun): Fá eintök
Miklabraut: Til á lager
Selfoss: Uppselt

Description

Hvernig á að nota Elimax® sjampó?

SKREF 1:
 Elimax® sjampó dreift í þurrt hárið. Breiðið handklæði yfir háls og herðar til að koma í veg fyrir að sjampó leki á húð og fatnað. Notið sjampóbrúsann til að bera Elimax® sjampóið beint í hársvörðinn og í allt hárið. Tryggið að sjampóið fari ekki í munn/lungu eða augu (t.d. með því að hylja munn og augu með þvottapoka). Nauðsynlegt er að þekja hárið og hársvörðinn alveg með sjampóinu. Nuddið sjampóinu vel í hárið frá hársverði út í hárenda og veitið svæðinu bak við eyrun og hárlínunni á hálsinum sérstaka athygli. Látið sjampóið bíða í hárinu í 5 mínútur til að virka og kembið hárið á meðan (sjá skref 2). Ekki hylja hárið.

SKREF 2: Hárið kembt á meðan Elimax® sjampóið liggur í hárinu. Kembið hárið vandlega með meðfylgjandi lúsakambi en það eykur árangur meðferðarinnar.

1. Burstið hárið vandlega með hefðbundnum hárbursta til að leysa flækjur.

2. Skiptið hárinu í 4 svæði: frá enni að hnakka, og milli eyrna.

3. Næst skal kemba hvert svæði með meðfylgjandi lúsakamb, byrjað er eins nálægt hársverðinum og mögulegt er. Kembið alltaf

frá hársverði að hárendum.

4. Þurrkið reglulega af kambinum t.d. með bómullarskífu til að farlægja höfuðlús og nit. Kembið hvert svæði þannig að tryggt sé

að það sé laust við höfuðlús og nit.

SKREF 3: Þvoið hárið eftir 5 mínútur en að hámarki 15 mínútur (að meðtöldum þeim tíma sem tekur að kemba) Fyrst skal bleyta hárið örlítið svo sjampóið taki að freyða. Því næst skal skola hárið vandlega með vatni. Auðveldara er að hreinsa sjampóið úr hárinu ef notað er volgt vatn. Passið að sjampóið lendi ekki í augum. Ekki er þörf á að þvo hárið aftur með hefðbundnu sjampói.

Þurrkið hárið vandlega með handklæði. Ekki skal nota hárþurrku. Ef sjampóið er notað að kvöldi, þarf að tryggja að hárið sé alveg þornað þegar farið er að sofa. Leitið daglega í hárinu að höfuðlús/nit næstu 7 daga. Endurtakið meðferðina ef lús finnst innan þessa tímabils. Í meirihluta tilfella er einmeðferð fullnægjandi.