Fungoral 20mg/ml 120ml
452022
Product information
Attachments
Short description
Fungoral 120ml 20mg/ml hársápa sem er notuð við flösu. Flasa orsakast af sveppinum Malassezia sem er venjulega til staðar í hársverðinum. Yfirleitt veldur hann engum óþægindum en stundum getur húðin orðið fyrir áhrifum. Þá myndast flasa og einkenni eins og kláði og flögnun. Mælt er með notkun Fungobase sjampós og hárnæringar milli Fungoral meðferða og eftir Fungoral meðferð til að viðhalda flösulausu hári.
Lesið vandlega upplýsingar á umbúðum og fylgiseðli fyrir notkun lyfsins. Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf á frekari upplýsingum um áhættu og aukaverkanir.
Lagerstaða
Description
Notkunarupplýsingar: Nuddið hársápunni vel inn í hársvörðinn. Venjulega nægja um 5 ml af hársápunni. Eftir 3-5 mínútur skal skola hársápuna úr hárinu. Fyrstu 2-4 vikurnar skal nota hársápuna tvisvar sinnum í viku, til að vinna bug á einkennunum, en síðan skal nota hana einu sinni í viku, eða eftir þörfum, til að koma í veg fyrir endurkomu einkennanna. Fungoral 2% hársápa er til notkunar fyrir unglinga og fullorðna.