Lamisil 10mg/g 30g
451655
Product information
Attachments
Short description
Lamisil krem er sveppalyf til að meðhöndla húðsýkingar af völdum húðsveppa. Lamisil krem verkar sem sveppaeyðir, þ.e.a.s. það drepur sveppi.
Lesið vandlega upplýsingar á umbúðum og fylgiseðli fyrir notkun lyfsins. Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf á frekari upplýsingum um áhættu og aukaverkanir.
Lagerstaða
Description
Fullorðnir og börn 12 ára og eldri: Berist á einu sinni til tvisvar sinnum á sólarhring eftir ábendingum.
Hreinsið og þurrkið sýkta svæðið áður en kremið er borið á. Nota skal nægilegt magn af kremi til að þekja allt sýkta svæðið.
Meðferðarlengd: Sveppasýking á líkama, í nára og/eða spöng (dermatofytosis corporis, cruris): Einu sinni á sólarhring í eina viku.
Fótsveppir milli táa (dermatofytosis pedis (interdigital type)): Einu sinni á sólarhring í eina viku.
Litbrigðamygla (Pityriasis versicolor): Tvisvar sinnum á sólarhring í eina viku. Einkenni hverfa oft á fáeinum dögum.
Óregluleg notkun eða ef meðferð er hætt of snemma getur leitt til þess að sýkingin blossi upp að nýju.
Ef ekki sjást merki bata eftir eina viku á að endurmeta sjúkdómsgreininguna.
Ekkert bendir til þess að aldraðir þurfi aðra skammta eða að þeir fái aðrar aukaverkanir en yngri sjúklingar.
Reynsla af notkun Lamisil krems hjá börnum yngri en 12 ára er takmörkuð. Á aðeins að nota hjá börnum yngri en 12 ára í samráði við lækni.