Um Lyfjaval í stuttu máli
Apótek Suðurnesja var opnað 8. apríl 1996 og er fyrsta apótekið sem opnað var eftir að ný lyfjalög tóku gildi og heimiluðu opnun á apótekum. Fram að þeim tíma höfðu yfirvöld úthlutað lyfsöluleyfum og apótek skiptu með sér markaðssvæðum.
Í mars 2003 stofnuðu eigendur Apóteks Suðurnesja Lyfjaval ehf. Fyrsta apótek Lyfjavals, Lyfjaval í Mjódd, var opnað í apríl árið 2003. Lyfjaval í Hæðasmára var síðan opnað 2005 og er það jafnframt fyrsta bílaapótek landsins.

Í október 2021 keypti Lyfsalinn Lyfjavalsapótekin þrjú en hafði áður rekið Lyfsalann í Glæsbæ frá janúar 2014, bílaapótek við Vesturlandsveg, sem opnað var í júlí 2020, og apótek í Urðarhvarfi 8 í Kópavogi, sem opnað var í september það sama ár. Lyfjaval í Suðurfelli 4 í Reykjavík (bílaapótek) var síðan opnað 12. ágúst 2022.
Í byrjun árs flutti Apótek Suðurnesja í nýtt og glæsilegt húsnæði á Aðaltorgi í Reykjanesbæ, 4 lúgu bílaapótek með verslun. Nafninu var haldið að einhverju leyti þótt heitinu hafi verið breytt í Lyfjaval Reykjanesbæ til samræmis við önnur innan keðjunnar.
Þarna voru þá bílaapótek Lyfjavals orðin fjögur.
Frá fyrsta mars 2023 var riðið að vaðið með sólarhringsopnun í Lyfjavali í Hæðasmára og mæltist sú þjónusta vel fyrir frá fyrsta degi.
Húsnæði Lyfjavals í Mjódd var selt og apótekinu lokað 8. desember 2023.
Sjötta bílaapótek Lyfjavals, var opnað að Eyravegi 42 á Selfossi 8. febrúar 2025. Opið er inn í verslun frá 9 til 19 en bílalúgur opnar frá 9 til 21.