Beint í efni
Mínar síður

Verslun/Kynheilsa/
Ovestin 0.5mg 15stk





Ovestin 0.5mg 15stk

372571

Product information


Attachments

Short description

Ovestin 15 stk 0,5 mg legstílar sem tilheyra flokki lyfja sem kallast hormónauppbótarlyf í leggöng. Það inniheldur kvenhormónið estríól (estrógen), sem myndast í líkamanum. Ovestin er ætlað til notkunar hjá konum eftir tíðahvörf, þegar að minnsta kosti 12 mánuðir eru liðnir frá síðustu eðlilegu tíðablæðingum. 

Lesið vandlega upplýsingar á umbúðum og fylgiseðli fyrir notkun lyfsins. Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf á frekari upplýsingum um áhættu og aukaverkanir.


Lagerstaða

Lagerstaða
Glæsibær: Til á lager
Vesturlandsvegur: Fá eintök
Urðarhvarf: Fá eintök
Suðurfell: Til á lager
Hæðasmári (Vefverslun): Til á lager
Selfoss: Fá eintök

Description

Það er notað til að lina einkenni frá leggöngum vegna tíðahvarfa, svo sem þurrk og ertingu. Læknisfræðilega kallast þetta “rýrnun slímhúðar í leggöngum”. Þau koma til vegna þess að magn estrógens í líkamanum minnkar. Eðlilegt er að þetta gerist eftir tíðahvörf. Estrógenmyndun minnkar skyndilega ef eggjastokkar eru fjarlægðir með skurðaðgerð (brottnám eggjastokka) fyrir tíðahvörf. Ovestin virkar með því að koma í stað estrógens sem myndast eðlilega í eggjastokkum kvenna. Því er komið fyrir í leggöngunum, svo hormónið losnar úr lyfinu þar sem þess er þörf. Þetta getur linað óþægindi í leggöngum.
Estrógenskortur á breytingaskeiðinu getur valdið þynningu og þurrki í leggangavegg. Þetta getur leitt til sársauka við samfarir og hugsanlega kláða og sýkinga. Estrógenskortur getur einnig valdið einkennum eins og þvagleka og endurtekinni blöðrubólgu.
Nokkrir dagar og jafnvel vikur geta liðið áður en vart verður við áhrif af lyfinu.