Treo 550mg 20stk
482457
Product information
Attachments
Short description
Treo freyðitöflur eru notaðar við vægum verkjum, t.d. höfuðverk, vöðva- og liðverkjum, tíðaverkjum og tannpínu. Þú getur einnig notað Treo við mígreni.
Lesið vandlega upplýsingar á umbúðum og fylgiseðli fyrir notkun lyfsins. Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf á frekari upplýsingum um áhættu og aukaverkanir.
Lagerstaða
Description
Treo inniheldur blöndu tveggja virkra innihaldsefna sem vinna saman til þess að auka verkjastillandi eiginleika lyfsins. Annars vegar inniheldur Treo asetýlsalicýlsýru, og hún er bólgueyðandi, verkjastillandi og hitalækkandi. Hins vegar koffein, með væg örvandi áhrif á heilann, en nánar tiltekið dregur það saman heilaæðar og eykur verkjastillandi verkun asetýlsalicýlsýrunnar. Treo hentar vel við vægum verkjum, sérstaklega ef bólga er til staðar. Þá er Treo notað til að lækka sótthita og við vægu mígreni.
Notkun: Fullorðnir: 1-2 freyðitöflur í senn 1-4sinnum á dag. Töflurnar leysist upp í ½ glasi af vatni. Hver freyðitafla inniheldur 500 mg asetýlsalicýlsýru og 50 mg koffein. Lyfið má nota að hámarki í 10 sólarhringa í mánuði.
Fæst óbragðbætt, citrusbragð eða hindberjabragð.